- Advertisement -

„Þið verðið bara að segja af ykkur“

Guðmundur Steingrímsson.

Guðmundur Steingrímsson skrifar fína grein í Fréttablaðið í dag. Þar fjallar um orðfæri þeirra Klaustursfélaga. Í lok greinarinnar segir Guðmundur:

„Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi.

Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar.

Þið verðið bara að segja af ykkur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: