- Advertisement -

Segja þing­flokk­inn hafa brugðist

„Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins hvet­ur ut­an­rík­is­ráðherra til að draga til baka frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið nr. 2/​1993 (bók­un 35).“

„Flokks­ráðsfund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins 2023 verður hald­inn hinn 26. ág­úst nk. Flokks­ráðið hef­ur það hlut­verk að marka stjórn­mála­stefnu flokks­ins ef ekki liggja fyr­ir ákv­arðanir lands­fund­ar. Nú ligg­ur fyr­ir Alþingi laga­frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra um breyt­ingu á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, nr. 2/​1993 (bók­un 35). Lands­fund­ur hef­ur ekki fjallað um þetta frum­varp, en efni þess er and­stætt grund­vall­ar­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem það miðar að framsali ís­lensks lög­gjaf­ar­valds til yfirþjóðlegs stofn­ana­valds, ESB. Alþingi er óheim­ilt sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins að samþykkja frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra,“ skrifa þeir Birgir Örn Steingrímsson, Jón Kári Jónsson og Júlíus Valsson félagar í Félagi sjálfstæðismanna um fullveldismál, SFS.

„Með fram­lagn­ingu frum­varps­ins krist­all­ast sú staðreynd að vara­formaður flokks­ins tek­ur hags­muni ESB fram yfir hags­muni og sjálf­stæði Íslands. Sams kon­ar afstaða birt­ist í öðrum mál­um, sbr. inn­leiðingu kol­efn­is­skatta ESB á flug og skipa­ferðir. Nú­ver­andi þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur brugðist í varðstöðu gegn yf­ir­gangi yfirþjóðlegs valds.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Jafn­vel yf­ir­stjórn heil­brigðismála skal nú til WHO þar sem for­sæt­is­ráðherra Íslands hef­ur verið skipaður sér­stak­ur sendi­herra. Landa­mæri Íslands standa nán­ast gal­op­in.

Á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hald­inn verður 26. ág­úst nk., mun Fé­lag sjálf­stæðismanna um full­veld­is­mál (FSF) leggja fram til­lögu til álykt­un­ar sem hljóm­ar svo:

Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins hvet­ur ut­an­rík­is­ráðherra til að draga til baka frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið nr. 2/​1993 (bók­un 35).

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun standa vörð um full­veldi Íslands og frelsi þjóðar­inn­ar til að setja sín eig­in lög án ytri þving­un­ar.

Fé­lags­menn í FSF skora á alla sjálf­stæðis­menn að standa vörð um grunn­gildi og stefnu­skrá flokks­ins með frelsi, lýðræði og full­veldi Íslands að leiðarljósi.“

-ritstj.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: