- Advertisement -

Þingmaður vill rafrænan þjóðfund

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:

Rafrænn þjóðfundur? Það er skrýtin tilfinning að vera aftur farinn að ræða neyðarlöggjöf á Alþingi en einungis rúm 11 ár eru síðan ég var formaður viðskiptanefndar Alþingis sem m.a. afgreiddi frá sér gjaldeyrishöft og hin frægu neyðarlög eftir bankahrun. Nú blasa við erfiðir tímar í íslensku atvinnulífi á nýjan leik og er ljóst að margt þarf að gera. Í ræðu minni í dag niðri á Alþingi varpaði ég þeirri hugmynd fram hvort ekki væri sniðugt að setja á fót rafrænan þjóðfund þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki og ekki síst almenningur gætu komið með hugmyndir til stjórnvalda af leiðum og lausnum við þessu efnahagsástandi. Með því værum við að nýta okkur hugmyndaauðgi þjóðarinnar og hleypa fleirum að borðinu.

Lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi með 70% allra starfa samfélagsins, vilja oft gleymast í svona aðgerðarpökkum. Þá getur almenningur svo sannarlega lagt sitt að mörkum í þeirri hugmyndavinnu sem framundan er.

Slíkt aðgengi að vinnunni er lýðræðislegt, skynsamlegt og eykur líkurnar á sátt á þeim aðgerðum sem ráðist verður í.

Í efnahagslegu neyðarástandi þarf oft að hugsa hratt en einnig er nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann. Við erum öll í þessu saman og mætum því þessu saman.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: