- Advertisement -

Þingmenn í felum

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki gera neitt nema fyrir ríku stórútgerðarmennina.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Lilja Rafney formaður atvinnuveganefndar hefur svo lítil völd og Vg flokkurinn í heild að hann gat ekki einu sinni komið því í gegn í ríkisstjórninni að heimila strandveiðar í september. Smábátaeigendur hafa verið mjög áhyggjufullir því að strandveiðar voru stöðvar núna í ágúst, tveimur vikum áður en gert var ráð fyrir. Lilja Rafney sagðist vilja leyfa standveiðar í september en stórútgerðarmenn nýttu vinskap sinn við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra til að stoppa það af. Kristján Þór heldur því fram að ekki séu til lagaheimildir til þess að koma til móts við smábátaeigendur. „Þórhildur Sunna sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skýla sér bak við skort á lagaheimildum og benti á að ráðherrann hefði getað verið með tilbúið frumvarp fyrir nefndina. Lilja Rafney hefði sömuleiðis getað haft frumkvæði að því að nefndin legði fram frumvarp. “ Þetta er örugglega kórrétt hjá Þórhildi Sunnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki gera neitt nema fyrir ríku stórútgerðarmennina, aðra auðmenn, réttu klíkurnar og réttu ættirnar.

Fjölmargir smábátasjómenn eru nú atvinnulausir en þeir geta bara étið það sem úti frýs. „Ég bið þá þingmenn sem ekki vilja leggja smábátasjómönnum lið að gefa sig fram,“ sagði Þórhildur Sunna í umræðum um störf þingsins. Þingmennirnir sem ekki vilja gefa sig fram eru auðvitað í felum. Þeir vilja ekki sýna hversu augljóst það er að þeir starfa í þágu stórútgerðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: