- Advertisement -

Þjóð í dauðafæri

Alþingi Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, gerði umræðuna og andrúmsloftið í þjóðfélaginu að umræðuefni á AlþingiWillum Þór.

„Í samhengi við það að draga fram þær miklu áskoranir sem við stöndum í raun og veru frammi fyrir. Við erum í dauðafæri sem þjóðfélag að
færa stöðu þjóðarbús okkar til betri vegar á sama tíma og við erum minnt á að undirliggjandi gremja og reiði er í þjóðfélaginu,“ sagði þingmaðurinn.

Réttlát reiði

„Í ljósi síðustu upplýsinga í Borgunarmálinu kemur upp réttlát reiði, skulum við segja, þar sem þolinmæði þjóðarinnar gefur sig. Nú eru stöðugleikaframlög þegar byrjuð að streyma inn í Seðlabankann og það er mjög mikilvægt að við náum sátt og samstöðu um hvernig við förum með þær eignir, hvernig við höldum á þeim, að sátt sé um þá umsýslu, ferli, ábyrgð og ábyrgðarkeðju sem utan um þessa eignarhluti þarf að vera og hvernig við förum með þá í framhaldinu,“ sagði Willum Þór.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Spurning um traust og virðingu

„Þegar við setjum það í samhengi við upplýsingar um spillingu er það viðhorf og tilfinning þjóðarinnar að við búum við meiri spillingu á Íslandi en aðrir á Norðurlöndunum. Það er alvarlegt mál. Það er spurning um traust og virðingu Alþingis hvernig við bregðumst við, hvernig við höldum á þessum málum og hvernig ásýnd við sköpum í framhaldinu. Það verður ekki nema við reynum að ná hér samstöðu og sátt í þessum afgerandi málum, ekki bara okkar í millum heldur einnig með þjóðinni,“ sagði Willum Þór.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: