- Advertisement -

Þjóðkirkjan, dómsmálaráðherra og tilviljanir

Jón Steindór Valdimarsson:

„Tilviljanir eru oft býsna merkilegar.

Áslaug Arna dómsmálaráðherra.

Í gær var lögð fram skýrsla á Alþingi sem ég óskaði eftir, ásamt fleiri þingmönnum um stöðu þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Þar kemur margt fróðlegt fram. Sama dag var undirritaður viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Loks tók nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, við embætti. Hún er einmitt einn þeirra þingmanna sem óskaði eftir skýrslunni sem fyrst var nefnd og hefur lýst þeirri skoðun sinn að aðskilja beri ríki og kirkju.

… eru allar tilviljanir tilviljanir?“

Skrif Jóns Steindórs birtust á Facebooksíðu hans. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: