- Advertisement -

Þrátt fyrir dauða 73 kornabarna er lífshættulegur stóll enn í sölu

Þrátt fyrir dauða 73 barna er lífshættulegur stóll enn í sölu

„Neytendastofa vill vekja athygli á að þrátt fyrir að Kids2 vöggu/stóll hafi verið innkallaður á síðasta ári í kjölfar frétta af 73 dauðsföllum á kornabörnum reyndist hann enn vera til sölu á þremur vefsíðum. Stóllinn var innkallaður vegna hættu á köfnun hjá ungabörnum. Nú á að vera búið að loka á sölu á vörunni.“

Þetta má  lesa á vefsíðu Neytendastofu.

Reglulega er gerð leit á vefsíðum til að athuga hvort verið sé að selja hættulegar vörur. Því miður koma í ljós vörur sem hafa verið innkallaðar. Oft er um ræða vörur sem einstaklingar selja því þeir eru hættir að nota vöruna en vita ekki að um sé að ræða hættulega vöru.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oft eru takmarkaðar upplýsingar sem fylgja vörunum. Til dæmis má nefna Bumbo stóla sem framleiddir voru án viðeigandi öryggisbúnaðar og voru innkallaðir árið 2012 þar sem börn ultu úr stólnum. Gerðar voru úrbætur á stólunum og nýrri gerðir eru með viðeigandi öryggisbúnaði. Þegar leitað var á vefsíðum af þessum stólum var um helmingur stólanna án nauðsynlegs öryggisbúnaðar. Á eBay voru jafnvel auglýstir stólar þar sem kom fram að ólarnar væru ekki þrátt fyrir að stólarnir hafi verið innkallaðir og það gæti reynst hættulegt fyrir börn.

Það er einfalt að fara inn á Safety Gate og sjá hvaða vörur hafa verið innkallaðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig er listi yfir vörur í Bandaríkjunum og Kanada á https://www.cpsc.gov/Recalls/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: