- Advertisement -

Þurfa ekki aurinn til að verða apar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Okei, þessir fimm fyrrum starfsmenn WOW hafa þá lækkað verðmat á eign sinni á þessu lógói og reyndri viðskiptaáætlun (sem hefur áður endað í þroti) úr 1700 m.kr. í 730 m.kr. Ég myndi ráðleggja þeim að ganga lengra og fallast á 7 kr. eða þar um bil. Kapítalisminn er skrítinn skepna sem ruglar marga í rýminu, fólk sem ætti að vera í almennilegri vinnu fær þær grillur að það geti haft það miklu betur með því að draga kanínur upp úr hatti, jafnvel dauðar kanínur upp úr götóttum hatti. Auðvitað er það skiljanlegt að fólk ruglist, kapítalisminn verðlaunar ekki fólk sem stundar almennilega vinnu heldur helst þau sem ekkert gagn gera heldur mikið ógagn, fólk sem lækkar laun fólksins sem vinnur almennilega vinnu og stingur mismuninum í vasann. En samt, er þessi Play-saga ekki orðin aðeins og vandræðaleg? Nokkrir ungherrar með draum um ríkidæmi, ónýta viðskiptaáætlun, vont vörumerki, ekkert hlutafé og ekkert lánsfé … þetta er í raun saga um að þú þarft ekki aurinn til að verða að apa; það dugar að þrá hann heitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: