- Advertisement -

Tímasprengjan í stjórnarráðinu

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Nýhafin vika verður spennandi. Tímasprengja springur. Nú er bara spurt. Hver verður fyrir sprengingunni.

Stóri dagurinn nálgast. 1. september er í lok þessarar viku. Enn er óvíst hvort hvalveiðar hefjist um helgina eða ekki. Að sama skapi er óvíst hvort ríkisstjórnin lifir eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur vilja að hvalveiðar verði í haust. Hvað gera Vinstri græn?

Vilja þau fórna ríkisstjórnarsamstarfinu og standa fast á sínu eða lyppast þau niður og Svandís framlengir ekki hvalveiðibannið? Næst er að halda að svo verði. Katrín forsætisráðherra kann einkar vel við sig í embætti. Ekki síst í leik varnarmálaráðherrans.

Systurflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru oft sem risaeðlur. Þau halda í mál eins og þetta. Hvalveiði eða ekki hvalveiði. Þetta er dæmigert mál fyrir þessa flokka. Oftast rista stjórnmálin grunnt á þeim bæjum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á flokksráðsfundi tókst Sjálfstæðisflokki að svæfa alla andstöðu við forystu flokksins. Andstaðan er enn til staðar. Krafan er skýr. Hvalveiðar í lok þessarar viku.

Nýhafin vika verður spennandi. Tímasprengja springur. Nú er bara spurt. Hver verður fyrir sprengingunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: