- Advertisement -

Tryggja geðþóttaákvarðanir borgarstjóra

„Hér er því verið að festa í sessi það verklag að það sé geðþóttaákvörðun borgarstjóra hverju sinni hvort hann geri borgarráði grein fyrir fundum sínum með framkvæmdastjórum annarra sveitarfélaga og forstöðumönnum ríkisstofnana. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um aukið gagnsæi í borgarkerfinu er því ljóst að borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar meirihlutans vilja ekki stíga skref í þá átt að þessu leyti.“

Svo segir meðal annars í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks höfðu lagt fram tillögu um skyldu borgarstjóra til að upplýsa um fundi og innihald þeirra þar sem hann hittir forráðamenn annarra sveitarfélaga.

Eftir nítján mánuði kom fram breytingartillaga frá meirihlutanum. „Minnispunktar á fundum borgarstjóra Reykjavíkur og staðgengla hans með fulltrúum stjórnvalda eru skráðir skv. hjálagðri verklagsreglu. Verklagsreglan tekur til funda með ráðherrum og ef þurfa þykir með framkvæmdastjórum sveitarfélaga og forstöðumönnum stofnana. Hún tekur einnig til funda með erlendum sendiherrum og erlendum bæjar- og borgarstjórum eftir því sem við á skv. ákvörðun borgarstjóra.“

Fulltrúar minnihlutans greidddu atkvæði gegn þessu og Sjálfstæðismenn bókuðu vegna þessa. Þar segir til dæmis:

„Fyrirliggjandi tillaga Sjálfstæðisflokksins var lögð fram 16. júlí 2015. Tillagan er ekki flókin en markmiðið með henni er að auka gagnsæi og upplýsingaflæði í borgarkerfinu og stuðla þannig að ábyrgari stjórnsýslu. Athygli vekur að það skuli hafa tekið fulltrúa meirihlutans nítján mánuði að koma sér að því að taka tillöguna til afgreiðslu og að þá skuli þeir gera það með framlagningu á breytingatillögu sem er hvorki fugl né fiskur. ,,Breytingatillagan“ er í raun aðeins upptalning á núverandi skipan þessara mála og því felur hún ekki í sér neina breytingu á upplýsingaskyldu borgarstjóra gagnvart borgarráði. Með því að samþykkja ,,breytingatillöguna“ er því í raun verið að fella upphaflega tillögu Sjálfstæðisflokksins um aukna upplýsingaskyldu borgarstjóra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: