- Advertisement -

Tveir vinir. Annar í banka. Hinn ekki

„Hver er að hringja, bimbambimbiriríbimbamb.“

Þannig svaraði seðlabankastjórinn kátur og hress.

„Sæll, Bjarni hér.“

„Sæll Bjarni hér,“ svaraði Seðlabankastjórinn kátur og glaður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Heyrðu, það er smávesen hjá okkur.“

„Hjá okkur, mér og þér,“ svaraði bankastjórinn. Og endurtók: „Mér og þér.“

„Nei, hjá okkur á Enn einum þú veist.“

„Já. Fatta það. En hver er vandinn ykkar.“

„Þannig er sko, að við getum ekki borgað næsta olíu- og bensínfarm.“

„Hvað er með bankann ykkar. Hann reddar þessu.“

„Nei, hann segir ekki getað lánað okkur meira.“

„Helvíti er það hart. Ertu búinn að tala við alla.“

„Já.“

„Hvað viltu að ég geri.“

„Getur Seðlabankinn ekki lánað okkur.“

„Það er gegn öllum reglum og þannig. Seðlabankinn er ekki viðskiptabanki.“

„Ég veit það. En þú hlýtur að getað reddað þessu, ha.“

„Hér er allt fullt af peningum maður.“

„Viltu þá lána okkur fyrir farminum.“

„Því ekki. Hvað er þetta mikið.“

„Tuttugu og þrjár miljónir…“

„Tuttugu og þrjár milljónir. Áttu ekki sjálfur tuttugu og þrjár milljónir, ég bara spyr.“

„Tuttugu og þrjár miljónir dollara.“

„Dollarar. Nú erum við að tala saman. Alvöru redding það.“

„Viltu þá redda mér.“

„Með einu skilyrði, bara einu.“

„Ók. Hvað er það.“

„Þú verður að sjá til þess að Hermann fái aldrei að vita þetta. Hann er eins og hann er. Vís með að kjafta frá þessu.“

„Ég passa það.“

„Gott, læt stelpurnar í bankanum leggja inn á ykkur tuttugu og þrjár milljónir dollara, ha. Þú mannst þetta næstu árin. Ég ætla mér að verða forseti. Þú styður það þá alla leið.“

-sme

Þetta er algjör uppspuni. Varð til í hjólaferð minni og Lopa. Kannski er þetta ekki fjarri lagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: