- Advertisement -

Um Steingrím: Stórfellt samræmt atferli fjársvika og misneytingar

Samfélag Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri, skrifar hvassa grein sem Morgunblaðið birti í dag. Þar segir hann þetta meðal annars:

„Þegar þessir úrskurðir eru virtir og horft til þeirrar vinnu sem fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, setti af stað um samninga við erlendu kröfuhafana svo og þeir samningar sem hann gerði við þá í framhaldi af vinnu hinnar sérstöku stýrinefndar og það sem í kjölfarið fylgdi í öllum þremur bönkunum – aðgerðirnar við að breyta niðurstöðum þessara stofnúrskurða til ábata fyrir erlendu kröfuhafana – fer ekki á milli mála að upp vakna sterkar og rökstuddar grunsemdir um að sú vinna hafi verið eitt stórfellt samræmt atferli fjársvika og misneytingar.“

Úrskurðirnir sem Víglundur vitnar til eru gögn sem hann hefur fengið frá Fjármálaeftirlitinu. „Í gögnunum er að finna mjög nákvæmar og sundurliðaðar upplýsingar og forsendur um stofnefnahag bankanna og þær afskriftir sem FME framkvæmdi með heimild í neyðarlögunum.

Í gögnunum er að finna skilgreindar afskriftir einstaklinga og fyrirtækja í hverjum banka fyrir sig og þau staðfesta sömuleiðis að stofnefnahagurinn í öllum bönkunum var grundvallaður á útlánunum sem flutt voru yfir eftir að búið var að draga afskriftirnar frá. Eru þær afskriftir tilgreindar og dregnar frá með beinum hætti hjá öllum stærri skuldurum en skilgreindar með almennum prósentum um smærri útlán,“ segir Víglundur.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann segir gögnin staðfesta að útlán voru flutt í nýju bankana að; „frádregnum áætluðum afskriftum einstakra útlána“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: