- Advertisement -

Út á hvaða túni er Bjarni Ben?

Í Mogga dagsins er frétt um að Bjarni Benediktsson vinni að því að setja stefnuna í ríkisfjármálum til næstu 30 ára. Hvorki meira né minna. Hann sýnist ekki á förum úr fjármálaráðuneytinu. Í viðtalinu við Moggann segir Bjarni:

„Má þar nefna að þjóðin er að eld­ast og munu helstu áskor­an­ir stjórn­valda snúa að því að viðhalda góðum lífs­kjör­um, ásamt því að tryggja stöðugan vöxt til lengri tíma, þrátt fyr­ir að hægi á fjölg­un starf­andi eft­ir því sem eldra fólki fjölg­ar.“

Í sama blaði á annarri blaðsíðu má lesa þetta:

„Það veld­ur okk­ur gríðarleg­um von­brigðum ef þetta eru viðbrögðin,“ seg­ir Ey­björg Hauks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFV, um til­lög­ur meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar og bend­ir á að beðið hafi verið í heilt ár eft­ir skýrsl­unni. Staðan sé mjög þröng og hjúkr­un­ar­heim­il­in stefni í þrot.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Út á hvaða túni er Bjarni? Hann delerar um að þjóðin sé að eldast og bregðast verði við til næstu þrjátíu ára meðan að í dag er flest hjúkrunarheimili landsins að sigla í gjaldþrot. Allt vegna þess að Bjarni gætir þess að þau fái ekki næga peninga fyrir rekstri.

Meira lifandis bullið alltaf hreint.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: