- Advertisement -

Væri rétt að kalla RÚV, Banana- ríkisútvarpið sjónvarp í smáklíkuveldi sem stjórnað er af bavíönum?

Um höfnun ríkisfjölmiðla á nýjum stjórnmálaflokkum.

Jóhann Sigmarsson skrifar:

Ríkisútvarpið sjónvarp er ekki með réttláta umfjöllun um stjórnmálaflokka í lýðræðisríki. Nú um síðustu helgi var Silfrið á dagsskrá fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu. Nýjum stjórnmálaflokkum sem að hyggja á framboð var ekki boðið. Það eru flokkarnir Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með formanni Guðmundi Franklín Jónssyni, Sósíalistaflokkurinn með formanni Gunnari Smára Egilssyni og Landsflokkurinn með mér, Jóhanni Sigmarssyni sem formanni. Það er skítalykt af þáttastjórnendum Silfursins og RÚV að hunsa ný framboð á Íslandi. Það er ekkert lýðræðislegt við það, sérstaklega ef horft er á það að fjölmiðlastofnunin er eign allra landsmanna og greidd af skattfé almennings. Ég veit ekki með aðra formenn, en ég hafði allavega óskað eftir því við Egil Helgason, einn af þáttastjórnendunum að ég hefði fengið að koma fram fyrir hönd framboðs okkar í Landsflokknum. Í stjórn RÚV er fólk frá flokkunum og þess vegna er hún langt frá því að hlutlaus stofnun. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt.

 Ég hugsaði að almenningur ætti ekki skilið að megnið af stjórnmálafólki á Alþingi hegðaði sér eins og bófaflokkar.

Þegar að ríkisstjórnarsamstarfinu vegna barnaníðingsmálsins var slitið í september 2017 ákvað ég að stofna stjórnmálaflokk, aðallega vegna þeirrar gífurlegu spillingar sem að var ekki upprætt í hruninu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra þá og fékk umboð fyrir að boða til næstu kosninga. Það skyldi verða fljótt. Hann hafði einungis u.þ.b þrjá mánuði til stefnu af augsýnilegum ástæðum. Ég hætti við framboðið þá vegna hversu stuttur tími var gefinn í undirbúning. Landsflokkurinn er nýjasta framboðið af nýju flokkunum og var stofnfundur haldinn á Café Roma í Kringlunni þann 20 mars síðastliðin. Sama sólarhring byrjaði að gjósa sögulega í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þegar að ég var að kynna fundinn þá hringdi blaðamaður frá DV fjölmiðli í mig því að ég hafði sent þeim fréttatilkynningu með myndum. Blaðamaður DV vilti um fyrir almenningi með að setja aðal fyrirsögn á grein; Nýr íslenskur stjórnmálaflokkur notast við merki sem nasistar nota. DV blandaði síðan gamalli mynd sem að þeir áttu af mér við mynd af nasistabúning sem að er mistúlkun. Landsflokkurinn á alls ekkert skylt við nasisma, hægri öfgahópa eða nýnasisma. Þetta eru hrein og bein skemmdarverk á nýju lýðræðislegu framboði. Ég hringdi upp á ritstjórn DV og bað þá vinsamlegast að setja myndirnar af mér og merki flokksins í samhengi með myndinni af Reykjanesvita sem að ég hafði sent þeim með fréttatilkynningu. Þeir höfnuðu því. Eigendur DV eru Sigurður G. Guðjónsson hdl og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrv. dómari við Hæstarétt Íslands. Sigurður hefur haft marga skjólstæðinga tengda bönkunum sem hrundu 2008 og hnýtt í þá sem um slík mál fjalla. Jón Steinar Gunnlaugsson er sagður vera haldinn kvennfyrirlitningu á háu stigi. Hann er kenndur við Eimreiðarhópinn sem að er sögð hugmyndaklíkan af því að ræna þjóðina innan frá.

Flokkarnir á þingi beita útilokunarvaldi á ný framboð sem er ekki lýðræðislegt

Þingmenn, ráðherrar og formenn allra flokka samþykktu að formenn allra flokka sem að sitja samþykktu að skipa nefnd til að ákvarða um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Nefndin var skipuð framkvæmdastjórum flokkanna sem að veittu flokkunum sínum framlög upp á ISK 728.2 milljónir af skattpeningum almennings. Almenningur var ekki spurður hvort hann vildi borga fyrir kosningabarattuna fyrir flokkanna sem að sitja á þingi. Auðvitað sagði stjórnarandstæðan ekkert við þessu því að hún tók þátt í að úthluta sjálfum sér.    

Íslendingar eru gott fólk upp til hópa og eiga ekki skilið að sigla undir flaggi græðgi, valdaníðslu og siðblindri frekju pólitík sem að beitir útilokunaraðferð á ný framboð.

Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: