- Advertisement -

Var það Alfreð Þorsteinsson?

Samfylkingin hefur opnað nýjan vef, kratinn.is. Þar er meðal annars að finna viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu. Þegar kemur að því að hún hætti sem borgarstjóri og fór í þingframboð fyrir Samfylkinguna segir:

„Ingibjörg Sólrún rifjar upp að henni hafi þótt það fráleit hugmynd, fyrst þegar viðrað var við hana að taka 5. sætið á lista Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar árið 2003. Hún hafi ætlað sér að halda áfram sem borgarstjóri.

Það sem hins vegar gerði það að verkum að henni fannst á endanum tímabært að breyta til var að „smákóngar“ voru farnir að færa sig upp á skaftið innan samstarfsins í R-listanum, taka sér meira vald en eðlilegt var og setja henni sjálfri stólinn fyrir dyrnar.

„Ég var að missa gleðina og sá fyrir mér að þetta yrði barningur,“ segir Ingibjörg Sólrún, sem nefnir sérstaklega að ákveðnir samstarfsmenn hafi verið „orðnir frekar frekir til fjörsins“ í tengslum við þeirra störf í fyrirtækjum borgarinnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sennilegast á hún hér fyrst og fremst við Alfreð heitinn Þorsteinsson, sem var stjórnarformaður Orkuveitunnar og Framsóknarmaður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: