Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins og fyrrum þingkona, skrifaði þessa fínu grein:
Ekki það að mér finnist vera forgangsmál að bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir stjórnarandstöðuna en þau eru bara að klikka svo fáránlega á ákveðnum grundvallaratriðum að pínlegt er að horfa upp á það.
- 1. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er augljóslega vanhæfur í veiðigjaldsmálinu þar sem uppkomin börn hans eru erfingjar stórfyrirtækis í sjávarútvegi. Er þá ónefnt að hann var áður í forsvari fyrir atvinnugreinina í heild. Engu að síður gengur hann hart fram og segir það heilaga skyldu sína að þæfa málið í drep.
- 2. Þau mæta svo illa að eftir er tekið. Aðeins 9 þingmenn mættu til að greiða atkvæði um tillögu þeirra sjálfra.
- 3. Skrópið teygir sig víða. Nanna, þingmaður Miðflokksins og systir formannsins, fannst ekki taka því að kalla inn varamann þegar hún skrapp í tveggja vikana frí með fjölskyldunni. Áslaug Arna flutti hreinlega til útlanda án þess að kalla inn sinn varamann þar til gengið var eftir því.
- 4. Þau taka fáránlegustu mál í gíslingu. Hverjum er ekki sama um plasttappa svo lengi sem þeir eru ekki að menga höfin.
- 5. Ekkert þeirra virðist sérlega fimt í ræðustól, engar ræður eftirminnilegar né fréttaefni. Árni Johnsen hafði þó vit á því að segja dónabrandara af og til að rata í fjölmiðla.
- 6. Þau tapa fylgi vegna þess að venjulegt fólk sér að þau hafa vondan málstað að verja og þjóna ekki almenningi heldur sérhagsmunum ríka fólksins.
- 7. Þau virðast haldin furðulegri blindu á eðlilegt gangverk lýðræðisins.