- Advertisement -

Vegna þess að hann er ríkur en hún fátæk

Ömurlegt að vera að sjónvarpa þessari mannfyrirlitningu og fátækrafordómum.

Gunnar Smári skrifar:

Þessi gaur var í Silfrinu að ræða um tengsl albanskrar óléttrar konu við einhver glæpagengi, sem hann auðvitað veit akkúrat ekkert um. Við vitum hins vegar allt um tengsl hans við alþjóðleg glæpagengi sem aðstoða auðfólk við að fela fé sitt í aflöndum. Hvernig stendur á því að þátttakendur í Silfrinu sætta sig við að þessi maður stjórnar umræðunni með að því að bera á fátæka konu tengsl við glæpi? Jú, vegna þess að hann er ríkur en hún er fátæk. Hin ríku, sem öllum er þó ljóst og rannsóknir sýna að eru að stóru leyti skattsvikarar sem reyna hvað þau geta til brjóta niður samfélagið, komast ætíð upp með að bera upp á hin fátæku að vera hættuleg samfélaginu. Ömurlegt að vera að sjónvarpa þessari mannfyrirlitningu og fátækrafordómum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: