- Advertisement -

Veistu hvað gjafakvótinn er mikils virði?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Með því að innheimta aðeins um 6 prósent af markaðsvirði kvótans er eigendum Samherja-samstæðunnar gefnar rúmar 10.500 milljónir króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta er það fé sem almenningur gæti fengið ef útgerðarmenn greiddu honum sama verð fyrir kvótann og þeir greiða hver öðrum.

Vestu hvað þetta eru miklir peningar?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Héraðssaksóknari hefur óskað eftir aukaframlagi til að geta ráðið sex starfsmenn. Ætla á að kostnaður við það sé um 100 m.kr. á ári. Samherji gæti ráðið sér 630 sambærilega starfsmenn til að verjast saksóknara með framlagi sínu úr ríkissjóði í formi afsláttar á leigu fyrir kvóta.

Ef þú leggur 5.000 kr. fyrir um hver mánaðamót mun það taka þig ár að safna 60 þús. kr., fimm ár að safna 300 þús. kr. og tíu ár að safna 600 þús. kr. Þú værir hundrað ár að safna 6 miljónum króna og þúsund ár að safna 60 milljónum króna. Þá ertu náttúrlega dauð/ur og rétt kominn með 5% af árlegumstyrk til Samherja. Ef þú safnaðir í tíu þúsund ár ættirðu 600 m.k.r og hundrað þúsund ár að safna 6 milljörðum. Það tæki þig því 175 þúsund ár að safna fyrir árlegum styrk Samherja, ef þú legðir 5 þúsund krónur undir koddann þinn hvern mánuð.

Hvað eru 175 þúsund ár mikið? Það er ekki hægt að útskýra það fyrir fólki, ef við förum 175 þúsund ár aftur í tímann förum við aftur fyrir sögu homo sapiens.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: