- Advertisement -

Vel yfir 2.000 óbirtar ræður á Alþingi

Ekki hefur enn þurft að biðja starfsfólk Alþingis um að fresta eða breyta sumarfríum. Til þess hefur þurft að ráða fólk til að leysa fasta starfsmenn af í þeirri stöðu sem er nú á Alþingi.

Þetta kemur fram í svörum við spurningum Miðjunnar.

Um það bil fimm stöðugildi starfa við að sinna ræðum þingmanna. Liggur fyrir hversu margar ræður bíða þess að starfsmenn þingsins geri þær klárar til birtingar?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Óbirtar ræður eru 2311,“ segir í svari Alþingis, um miðja þessa viku. Þeim hefur væntanlega fjölgað talsvert tvo síðustu daga.

Búið er að birta 456 ræður um veiðigjaldsfrumvarpið. Svo þar er margt ógert.

Ekki liggur fyrir hversu mikið heglar-, kvöld- og næturfundir hafa kostað Alþingi.

Þegar fundað er á óvenjulegum tímum þarf væntanlega að sjá til þess að þeir sem eru í húsinu hverju sinni fá næringu. Eða hvað?

„Þingmenn og starfsfólk geta keypt morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi. Þá er einnig boðið upp á kvöldmat og kvöldhressingu þegar fundað er fram á kvöld/nætur. Hefðbundin sumarlokun mötuneytisins hefst í lok vikunnar og verið að skoða hvað verður þá gert varðandi veitingar,“ segir í svari Alþingis til Miðjunnar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: