- Advertisement -

Verða að viðurkenna eigið getuleysi

Sigurjón M. Egilsson:

Það fyrsta sem þarf að gera er að ríkisstjórnin skynji eigin ábyrgð og gera eitthvað annað og meira en benda á launafólk.

Þegar þetta er skrifað eru þingmenn að ræða afleiðingar hárra vaxta fyrir heimilin í landinu. Ljóst er að viðskiptaráðherra hefur ekkert spil á hendi, annað en andstöðuna við réttmæta kjarasamninga.

Þarna er róið á þurru landi. Afneitun ríkisstjórnarinnar á eigin ábyrgð er meiðandi fyrir fólkið í landinu. Fólkið sem horfir fram á að afborganir af húsnæðislánum hafa margfaldast.

Þórdís K.R. Gylfadóttir tók við ráðþrota ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Því miður hefur hún engar lausnir á efnahagsvandanum sem Bjarni skóp að mestu. Nú situr hann í rólegheitum í utanríkisráðuneytinu og er því laus við dagleg verkefni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Efnahagsmálin eru í kalda koli.

Í nýju embætti er engin pressa á Bjarna. Þetta vissi hann og þess vegna fór hann á Rauðarárstíginn. Á göngudeildina.

Efnahagsmál okkar Íslendinga eru í kalda koli. Það fyrsta sem þarf að gera er að ríkisstjórnin skynji eigin ábyrgð og gera eitthvað annað og meira en benda á launafólk.

Það besta væri fyrir þjóðina yrði afsögn ríkisstjórnarinnar. Hún hefur sýnt og sannað að hún er gjörsamlega vanbúin til að leysa þann rembihnút sem hún hefur bundið. Vandinn er ekki sístur sá að þau hlusta ekki á gagnrýnina. Keyra áfram á fullri ferð í fullkominni afneitun.

Mörg heimili eru þegar farin fram af hengibrúninni og fleira eru á leið þangað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: