- Advertisement -

Verðbólga er meiri á Íslandi en í öðrum vestrænum löndum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: „Það eru nokkrar staðreyndir sem blasa við. Í fyrsta lagi: Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að fá innlend lán á lágum vöxtum til að fjármagna halla ríkissjóðs eins og hún áformaði í fyrra. Við í Viðreisn studdum það að fjármagna hallann innan krónuhagkerfisins. Í öðru lagi: Ríkisstjórnin ákvað því að fara aðra leið og hefur hafið erlenda lántöku með verulegri gengisáhættu. Í þriðja lagi: Verðbólga er meiri á Íslandi en í öðrum vestrænum löndum. Í fjórða lagi: Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira í sögu þjóðarinnar og langtímaatvinnuleysi jókst á milli mánaða. Í fimmta lagi: Ríkisstjórnin hefur flutt frumvarp sem veitir Seðlabankanum heimildir til þess að setja á víðtæk gjaldeyrishöft. Verði það nýtt þrengir það samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og möguleika þeirra til viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs minnkar við höft. Í sjötta lagi: Samhliða vaxandi verðbólgu talar Seðlabankinn núna fyrir lækkun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða. Það dregur úr líkum á því að þeir geti staðið við fyrirheit um að iðgjöld til eldri borgara haldi verðgildi sínu þegar kemur að útgreiðslu lífeyris. Í sjöunda lagi: Seðlabankastjóri óttast að útgjaldaáform ríkisstjórnarinnar séu meiri en ríkissjóður ræður við og það geti þá flýtt fyrir vaxtahækkunum.“

Katrín Jakobsdóttir: „Ég vil minna háttvirtan þingmann á, sem kemur hér upp og talar eins og allt sé í kaldakoli, að staðreyndin er sú að samdrátturinn er minni en spáð var, afkoma ríkissjóðs er betri og það er vegna aðgerða stjórnvalda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: