- Advertisement -

Við eigum auðlindina saman

Vigfús Ásbjörnsson:

Hentar það ekki SFS eða langar SFS ekki til að það verði til sjávarútvegur á Íslandi eftir nokkur ár eða er þeim alveg sama, kannski búin að græða nóg á fákeppninni ?

Hvernig útrýmum við fiskistofnum? Jú með því að reyna að halda því fram að togveiðar séu umhverfisvænar og stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Rannsóknir hafa verið gerðar á trogveiðarfærum sem sanna það skýrt fyrir heiminum að eyðileggingarmáttur togveiða er óumdeilanlega rosalega mikill og á ekkert skylt við umhverfisvænar veiðar né sjálfbærni og ættu því alls ekki að vera MSC vottaðar eða á annað borð leifðar. Að Hafró skuli ekki horfa til mismunandi veiðarfæra í veiðiráðgjöf sinni er með öllu stór undarlegt svo ekki sé meira sagt og það mætti halda að þeim sé alveg sama um umhverfi okkar Íslendinga í hafinu og okkar auðlindir. Til hvers er þá þessi stofnun? Fyrir hverja er þessi stofnun? Er hún fyrir þjóðina eða er hún fyrir SFS og þeirra skammtíma hagsmuni? Á meðan öll lönd í kringum okkur taka veiðarfæri inn í myndina við veiðiráðgjöf sína þá gerum við Íslendingar það ekki? Hver vegna ekki? Hentar það ekki SFS eða langar SFS ekki til að það verði til sjávarútvegur á Íslandi eftir nokkur ár eða er þeim alveg sama, kannski búin að græða nóg á fákeppninni ?

Í löndunum í kringum okkur hafa verið settar reglur  um togveiðar og t.d. humarveiðar  að aðeins lítið brot veiðanna mega fara fram með togveiðum, stærsta hlutfall veiðanna skal fara fram með gildrum sem eru umhverfisvæn veiðarfæri. Færeyingar t.d. settu slíkar reglur fyrir tugum ára  til verndar humarstofni sínum því það var öllum ljóst hvert stefndi ef togveiðum skildi eingöngu beitt og ef ég fer rétt með þá einnig Bretar, Skotar, Norðmenn og Danir. En ekki við Íslendingar sem segir okkur að það er eitthvað meira en lítið að í okkar fiskveiðistjórnun.

Ein skýrasta birtingarmynd á tortímandi mætti togveiða er sú að humarstofninum við strendur Íslands hefur verið útrýmt og honum tortímt undir fánum MSC vottunar um sjálfbærar og vistvænar veiðar. Það var verið að blekkja alla og ekki síst neytendur sem vilja í stærra og stærra hlutfalli eingöngu kaupa sjávarafurðir sem veiddar eru með umhverfisvænum veiðum . Skammtíma hugsunin er ráðandi í SFS og þeim virðast vera alveg  sama um það hvernig gengið er hér um fiskistofna þjóðarinnar og allt umhverfi hafsins. Vonin um gróða í dag virðist vera  ríkjandi sama þó að það verði ekkert á morgun og sú ráðandi hugsun sem er í íslenskum sjávarútvegi sem er  „VIÐ EIGUM ÞETTA OG VIРMEGUM ÞETTA“. Að þið eigið þetta og þið megið þetta er bara alls ekki rétt og þið í SFS skuluð fara að þurrka forréttindamóðuna úr augum ykkar til að skilja þetta . Þjóðin á þetta svo það sé skýrt tekið fram og þið megið þetta ekki. Togveiðar gera meira en að tortíma lífríkinu því rannsóknir sína að hafsbotninn er stærsta kolefnisforðabúr heims og með því að róta upp og grafa ofan í sjávarbotninn með togveiðum er verið að leysa úr læðingi mörg þúsund ára gamalt kolefni og auka þannig kolsýring í hafinu. Togveiðar valda súrnun sjávar, sködduðum búsvæðum og er því sótsporið það mikið að það er ekki réttlætanlegt og ætti ekki undir neinum kringum stæðum að vera MSC vottað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá grein Togveiðar og kolefnislosun úr sjávarbotni – jonbjarnason.blog.is

Sjá slóð á rannsókn  Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll – Vísir (visir.is)

Strandveiðifiskur er eftirsóttasti fiskur hér við land…

Nú skrifar Heiðrún nokkur formaður hins mikla risa SFS um strandveiðar okkar Íslendinga á heimasíðu SFS. Hún segir „ Að vera eða ekki vera á strandveiðum“  Hvað hún er að meina veit ég ekki en það hefur aldrei verið skýrari sá ásetningu SFS að komast yfir allar auðlindir okkar Íslendinga og reyna þar með að gera þjóðina auðlindarlausa um alla framtíð. Ég segi, okkur þjóðinni skal gjalda varhug við þeirri kröfu að þau ein í SFS muni nokkurn tímann mega gera hér út báta í okkar auðlindir. Það eru þeirra kröfur, eins vanþakklátt og ósvífið sem sú krafa er. SFS hefur fengið allt upp í sínar hendur frá þessari þjóð og heimtar sífellt meira og vill engum öðrum vel nema sjálfum sér og síst þjóðinni. Það má vel lesa það út úr skrifum þessarar konu. Heiðrún talar um hágæða vörur á hæst borgandi markaði og eignar SFS þær vörur. Einmitt Heiðrún, humarinn var góð vara en nú er búið að tortíma honum með togveiðarfærum sem engu lífríki eyrir , þvílíkur Heiður sem þið hafið með þessum aðferðum ykkar við að ná í annars hágæðavörur. Strandveiðifiskur er eftirsóttasti fiskur hér við land á öllum fiskmörkuðum í kringum landið og hefur verið það frá upphafi strandveiðikerfisins. Fiskkaupendur geta vottað um  það. Kannski voru einhverjar brotalamir í upphafi hjá einstaka bátum við meðferð aflans en það var strax í upphafi farið í mikið átak með Matís og Landssambandi smábátaeigenda í að gera strandveiðiafla að besta mögulega hráefni sem er í boði á Íslandi og það veistu vel. Svona svipað verkefni og þegar þið voruð að moka upp makrílnum í bræðslur landsins og skeyttuð engu um gæði, bara magn. Þá hjálpaði Matís einmitt SFS að ná tökum á því að koma með hráefnið í land kælt til manneldis en ekki í bræðslur landsins um það bil 10 gráðu heitt eins og þið voruð að gera.

Við eigum þessa auðlind saman og við ætlum að nýta hana saman Heiðrún Lind Marteinsdóttir sama hvort þér líkar það betur eða verr.

Þú talar um að árangur megi ekki kasta fyrir róða. Hvaða árangur ertu þá að tala um? Er það útrýmingin á humarstofninum eða ísprósentusvindlinu og heimavigtunarskandallinn? Hvaða árangur ertu að tala um? Ykkar árangur í að vera dýrari þessu þjóðfélagi heldur en þið gefið til baka? Íslendingar borga ykkur á hverju ári með sjávarútveginum. Það er vitað mál. Skattar ykkar og veiðigjöld dekka ekki þann kostnað sem þið veltið yfir á þjóðina. Hafró, Fiskistofa, sjávarútvegsráðuneytið , útrýming fiskistofna með togveiðarfærum, atvinnuleysisbætur í þeim þorpum sem nánast engar fiskveiðar fá að stunda, verðrýrnun á fasteignum í þessum sömu þorpum, og ekki síst kostnaðurinn sem þjóðin hefur orðið fyrir með því að fá ekki mannsæmandi aðgengi til nýtingar sinna eigin auðlinda. Þið ætlið allt að gleypa og ykkur skeytir ekki um neitt nema sjálf ykkur sama hvað það kostar aðra miklar þjáningar. Farið þið breyta þessari hugsun og nálgun Heiðrún, hún er ljót og siðlaus og slíkt verður fólki ekki farsælt til lengdar. Þjóðin á þakkir skilið frá SFS en ekki vanþakklæti ykkar og sífelldar kröfur um að SFS megi arðræna þjóðina öllum sameiginlegu auðlindum. Við eigum þessa auðlind saman og við ætlum að nýta hana saman Heiðrún Lind Marteinsdóttir sama hvort þér líkar það betur eða verr.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: