- Advertisement -

Við hin upplifum þetta sem viðvarandi þjófnað

Gunnar Smári skrifar:

Kvótakerfi hefur aukið arðsemi fyrirtækja, sem er ekki það sama og samfélagslegur ávinningur. Eigandi Brim getur aukið arðsemi fyrirtækisins með því að draga úr launakostnaði (lækkað laun eða aukið sjálfvirkni) en það bætir ekkert samfélagið, skaðar það meira að segja því færri krónur enda í launaumslögum og rata því ekki út í samfélagið. Aukin ávinningur eigendanna fer í vasa þeirra og oft út úr hagkerfinu, í aflönd eða til fjárfestinga erlendis (auðlindin okkar byggði upp alþjóðlegt veldi Samherja með þessum hætti). Það að stjórnvöld skuli miða uppbyggingu atvinnugreina við arðsemi fyrirtækjanna, hversu mikið eigendur geta dregið upp úr rekstrinum og stungið í vasann, er algjör klikkun, merkir í raun að samfélagið sé rekið til að auka hag einstakra manna, manna eins og Guðmundar í Brim. Þess vegna er hann svona ánægður með kerfið, samfélagið og sjávarútveginn. Hann upplifir þetta sem mikið sigurverk. Við hin upplifum þetta sem viðvarandi þjófnað.

Það er líka alrangt að kvótakerfið hafi leitt til sjálfbærni og aukins afrakstrar af auðlindinni. Í dag veiðum við minna af öllum tegundum en fyrir kvótakerfið og sumar eru nánast horfnar (rækja, humar o.fl.). Það segir allt sem segja þarf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: