- Advertisement -

Viðreisn er einn allra skrítnasti stjórnmálaflokkur sögunnar

Gunnar Smári skrifar:

Viðreisn er einn allra skrítnasti stjórnmálaflokkur sögunnar. Hann er í raun lítið annað en fámenn klíka fyrrum starfsmanna hagsmunasamtaka fjármagns- og fyrirtækjaeigenda sem boðar alræði auðvaldsins, vill flytja allt sem mögulegt er frá hinum lýðræðislega vettvangi (þar sem hver maður hefur eitt atkvæði) yfir á hinn svokallaða markað (þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og sá ríkasti ræður mestu). Þetta á við heilbrigðis- og menntakerfið, kvótakerfið, útvistun félagslegrar þjónustu, einkarekstur á innviðum … you name it. Og það af opinberum rekstri sem Viðreisn vill ekki færa hinum ríku vill Viðreisn að aðlagað verði að þörfum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda.

Hér skrifar starfsmaður Samtaka verslunar og þjónustu (sem er auðvitað bara hagsmunasamtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda innan verslunar og þjónustu, og alls ekki launafólks, viðskiptavina eða samfélagsins) sem vill svo til að er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ um nauðsyn þess að skólakerfið verði aðlagað að hugmyndum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda um þarfir sínar fyrir starfsfólk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og það sama á auðvitað við um flest af því sem Viðreisn heldur fram.

Þessi hugsun, sem Sara Dögg kynnir hér sem eitthvað nýtt og spennandi, eitthvað sem gæti opnað leið til betri framtíðar, hefur fyrir löngu sannað skaðsemi sína og haft vond áhrif á skólastarf víða um heim. Ef þið viljið efla skólastarf og menntun ættuð þið að halda fjármagns- og fyrirtækjaeigendum langt frá vettvangi, það er reynsla þjóðanna.

Og það sama á auðvitað við um flest af því sem Viðreisn heldur fram; það að flytja verkefni frá hinu opinbera til hagnaðardrifinna einkafyrirtækja er alltaf dýrara fyrir almenning. Auk þess: Heilbrigðis- og menntakerfið virkar ekki betur með því að innleiða þar lærdóm fjármagns- og fyrirtækjaeigenda úr viðskiptalífinu, hvernig best er að stilla upp fyrirtækjum svo eigandinn geti dregið sér sem mest fé upp úr þeim. Gott heilbrigðis- og menntakerfi, eins og flest opinber þjónusta, er ekki business, ætti ekki að vera og ætti heldur ekki að þykjast að vera það.

Eitt af undrum íslenskta stjórnmála er hvers vegna forysta Samfylkingarinnar, sem á rætur að rekja til sósíalískrar verkalýðsbaráttu síðustu aldar, lífsbaráttu hinna fátæku og valdalitlu, skuli upplifa sig sem andlegan tvíbura fólksins sem stýrir Viðreisn með hagsmuni fjármagns- og fyrirtækjaeigenda að leiðarljósi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: