- Advertisement -

Viðreisn hefur stimplað sig út

„Hæstvirtur ráðherra flokksins hyggst nú einnig ráðast að landbúnaðinum með því að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar eftir mikla hækkun gjaldanna á síðasta ári…“

Karl Gauti Hjaltason.

„Viðreisn hefur einungis á innan við fimm mánuðum stimplað sig út á vettvangi hinna borgaralegu flokka og sýnt sitt rétta eðli. Þannig hefur flokkurinn algjörlega fallist á skattabrjálæði Samfylkingarinnar og atvinnurekendur í flestum greinum hafa haft nóg fyrir stafni að kvarta yfir framgöngu stjórnarinnar. Viðreisn stendur ekki með atvinnusköpun og atvinnulífi. Hann tvöfaldar veiðigjaldið án þess að hirða um að kanna hugsanlegar afleiðingar,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki á Alþingi.

„Hæstvirtur ráðherra flokksins hyggst nú einnig ráðast að landbúnaðinum með því að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar eftir mikla hækkun gjaldanna á síðasta ári sem reiknast sem hækkun frá 47–109% á innan við ári. Boðað er að þetta sé þó aðeins byrjunin á fleiri slíkum hækkunum. Fyrir þessu stendur Viðreisn án þess að ráðast í umbætur á kerfinu eða leitast við að koma í veg fyrir sóun og óþarfa álögur sem skerða samkeppnishæfni íslenskrar framleiðslu. Skattar eru hækkaðir hvert sem litið er og ríkisstjórnin gerir ekkert með að taka á útgjaldahlið ríkisfjármálanna sem blasir þó við. Viðreisn þóttist vera borgaralegur flokkur og talaði gegn skattahækkunum í kosningabaráttunni, villti á sér heimildir og sagði kjósendum að hann væri annar en hann er,“ sagði þingmaðurinn og var hvergi nærri hættur:

„Frú forseti. Fleira er fréttnæmt úr ranni Viðreisnar. Hæstvirtur fjármálaráðherra flokksins telur mikilvægara að sitja sálgæslufund flokksins á meðan fjallað er um mál sem hann ber ábyrgð á hér í þinginu. Það er auðvitað ekkert sem er mikilvægara en þingstörfin hér á löggjafarsamkomunni, frú forseti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: