Skoðanakönnun Sýn hefur birt stóra skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Það sem er merkilegast er að Sjálfstæðisflokkurinn gefur enn eftir og að Viðreisn stekkur fram úr XD og er þar með annar stærsti flokkurinn. Merkileg niðurstaða.
Viðreisn mælist með 16,1 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 15,9 prósent.
Fylgi Samfylkingarinnar dregst saman, var 31,9 prósent en mælist nú 29,4 prósent.
Þá er það hástökkvarinn, sem er Miðflokkurinn sem mælist með 13,8 prósent sem mun meira en síðast, þegar það var 9,1 prósent. Hann nálgast Sjálfstæðisflokkinn. Það munar aðeins tveimur prósentustigum.
Framsókn mælist með 6,5 prósent og Flokkur fólksins fylgir fast á eftir Framsókn með 6,3 prósent.
Litlu flokkarnir þrír ná ekki yfir fimm prósenta strikið. Píratar mælast með 4,9, Vinstri græn 4,0 og Sósíalistar 3,0 prósent.
