- Advertisement -

Vilhjálmur talar gegn viljaleysi Bjarna

Alþingi / Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi lögreglumaður, sagði á Alþingi: „Hitt sem ég vildi nefna og við þurfum að kanna er hvort við getum gert einhverjar breytingar vegna kjaraviðræðna. Það er ólíðandi að hópar séu ítrekað með útrunna kjarasamninga. Af hverju í ósköpunum er það? Er það eitthvað í því ferli sem við höfum búið til hérna eða gert að venju eða sett lög um eða annað slíkt sem gerir að verkum að það er hægt að leyfa sér að fara langt fram yfir gildistíma um að ná kjarasamningum?“

Hjúkrunarfræðingar og lögreglan eru dæmi um opinbera starfsmenn sem eru með og hafa verið með lausa samninga í langan tíma. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki hafa veitt samninganefnd ríkisins umboð til samninga. Það er sem Bjarni skorti vilja til að ljúka samningum við þetta fólk.

Vilhjálmur sagði einnig: „Ég er sérstaklega með hugann við félaga mína í lögreglunni. Þeir hafa ekki verkfallsrétt en þetta virðist líka vera lenskan hjá öðrum stéttum sem hafa þó verkfallsrétt. Við þurfum að finna einhverjar leiðir til að breyta þessu og koma í veg fyrir þetta því að það er mjög bagalegt fyrir alla aðila að málum skuli vera þannig háttað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: