- Advertisement -

Vilja refsingar við launaþjófnaði

Með frumvarpi þessu er því lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör.

Birgir Þórarinsson, sem og aðrir þingmenn Miðflokksins, hefur lagt fram frumvarp til laga þar sem gert er ráð fyrir að teknar verði upp refsingar gegn launaþjófnaði.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

„Markmið frumvarps þessa er að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði en samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum.


Með frumvarpi þessu er því lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að aukið verði við 2. gr. sömu laga ákvæðum er kveði á um að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: