- Advertisement -

Vill vita um lögregluna og vopnin

Alþingi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri grænna, hefur spurt Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þriggja spurninga vegna fyrirhugaða breytinga á vopnaburði lögreglunnar.

Katrín spyr hverjar aðstæður þurfa að vera til að uppfyllt séu skilyrði um að lögreglu sé heimilt að grípa til skotvopna sem ákveðið hefur verið að verði tiltæk í lögreglubifreiðum.

Þá vill hún vita hver meti aðstæður og heimilar eða hafnar notkun skotvopna eftir atvikum og hvernig eru samskipta- og verklagsreglur um þetta.

Og þá spyr hún aðeins um fortíðina: „Hversu mörg tilfelli hafa komið upp í störfum lögreglu undanfarin tíu ár sem uppfylla skilyrði um beitingu skotvopna og hvernig lýsa þau sér?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo hvernig eftirliti verður háttað með skotvopnanotkun lögreglu og þeim atvikum sem verða á vettvangi þar sem skotvopnum er beitt.“

Innanríkisráðherra svarar fljótlega.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: