
Þegar þessu skelfilega stríði lýkur endanlega í Palestínu rennur upp stund fyrirgefningarinnar fyrir okkur hin í garð þessa fólks sem í dag neitar öllum staðreyndum um þjóðarmorð á Gaza.
Hrafn Magnússon.
Aðsend grein: Hrafn Magnússon skrifaði:
Hér á fésbókinni varð ég fyrir óvenjulegri lífsreynslu fyrir nokkru. Segja má að ég hafi villst inn á eins konar „jarðsprengjusvæði“ þar sem fjallað var um stríðið á Gaza og um fólkið sem þar býr í tjöldum eða á víðavangi við ömurlegar aðstæður. Þar var því haldið fram að fólkið í Palestínu væri iðjuleysingjar þjófar og morðingar. Engin vildi taka við þessu fólki enda engin furða. Tölur um þjóðarmorð væri tilbúningur og áróður fjölmiðla og Hamas.
…enda væri hann kommúnisti .
Antomio Guteres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fékk það óþvegið í þessu spjalli enda væri hann kommúnisti . Ég reyndi að malda í móinn en varð þess fljótlega áskynja að það bar engan árangur.
Mér þótti þetta ónotaleg lífsreynsla. Jafnvel tölur frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. um að meira en 50.000 börn á Gaza hafi verið drepin eða særð telur þetta fólk eflaust veea áróður. Allir fara með rangt mál.
Ég er sorgmæddur yfir þessu fólki en ég verð líka var við það að margir samlandar mínir sem ekki eru almennt á samfélagsmiðlum eru haldnir andúð og jafnvel hatri í garð þjóða sem aðhyllast önnur trúarbrögð einkum múameðsttú og búa við aðra menningu.
Þegar þessu skelfilega stríði lýkur endanlega í Palestínu rennur upp stund fyrirgefningarinnar fyrir okkur hin í garð þessa fólks sem í dag neitar öllum staðreyndum um þjóðarmorð á Gaza.