- Advertisement -

„Vinstri menn með vitleysisleg stóyrði“

„...að fólk sem lengi hef­ur alið með sér bit­urð djúpt í skot­gröf­um sín­um...“

Það hrekkir augljóslega Davíð Oddsson hversu lítið margur gefur fyrir samantekt Hannesar Hólmsteins. Svo djúpri fýlu er hann í að hann grípur enn og aftur til Icesave.

Gefum honum og Staksteinum hans orðið:

„Viðbrögð ým­issa vinstrimanna við skýrslu Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir fjár­málaráðherra, sem Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son tók sam­an, voru í senn dap­ur­leg og fyr­ir­sjá­an­leg.

Skýrsl­an hafði varla verið birt og því aug­ljós­lega alls ekki les­in, þegar þess­ir skríbent­ar, sem nær und­an­tekn­ing­ar­laust voru eld­heit­ir stuðnings­menn þess að þjóðin hengdi á sig Ices­a­ve-skuld­ina, voru bún­ir að fella nei­kvæða dóma um skýrsl­una, gjarn­an með alls kyns vitleysislegum stór­yrðum.“

Og svo bætir hann í: „En það var svo sem ekki við því að bú­ast að fólk sem lengi hef­ur alið með sér bit­urð djúpt í skot­gröf­um sín­um gæti fjallað efn­is­lega um at­hygl­is­verðar upp­lýs­ing­ar.“

Nú er það svo að hver og einn ræður hvað hann gerir með samantekt sem þá sem Hannes Hólmsteinn fékk Bjarna til að borga á ríkins kostnað. Og auðvitað hefur áhrif hver vinnur verkið. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var helsti gerandi, íslenskra stjórnmálaflokka í aðdraganda hrunsins og aðkoma hans að Seðlabankanum, gerir það að fólki er fullkomlega frjálst að efast um Hannesar til hlutleysis við samantektina. Það kemur Icesave ekkert við.

Davíð tekur saman helstu niðurstöður síns kæra vinar. Þær eru þessar:

„Í skýrsl­unni er sann­ar­lega nóg af slík­um upp­lýs­ing­um, til dæm­is um­mæli Mervyns King, fyrr­ver­andi banka­stjóra Eng­lands­banka, um að viðbrögð Breta gagn­vart Íslandi hafi verið Bret­um til minnk­un­ar.

Annað at­hygl­is­vert sem má nefna er að Bret­ar hafi verið bún­ir að setja regl­ur sem bönnuðu úti­búi Lands­bank­ans í Lund­ún­um að flytja fé úr landi nema með skrif­legu leyfi. Þess vegna hafi beit­ing hryðju­verka­lag­anna verið al­veg óþörf út frá þeim rök­um sem bresk stjórn­völd settu sjálf fram.“

Leyfum Davíð að spyrja hér í lokin:

„Hvernig stend­ur á því að ekki er hægt að ræða slíka hluti efn­is­lega og taka upp málstað Íslands? Er það ekki mik­il­væg­ara en per­sónu­legt skít­kast?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: