- Advertisement -

Vítaverð vanræksla ríkisstjórnarinnar

Að nýta ekki tímann til að gera áætlanir til lausnar heldur sjálfumglöð halla sér aftur í sólstólnum.

Oddný Harðardóttir skrifar:

Ríkisstjórnin hélt að með tilslökunum á landamærum í júní gætu þau styrkt ferðaþjónustuna og gætt að sóttvörnum um leið.

Þau vissu um áhættuna sem þau sögðu að væri ásættanleg. En þetta fór ekki vel.

Og ríkisstjórnin talaði um hversu vel hefði tekist til og hvað fólk í útlöndum væri mikið að tala um það. En undirbjuggu ekki aðgerðir ef illa færi. Og þess vegna er ekkert plan!

Atvinnuleysi er nú tæp 9%. Á Suðurnesjum er það 16,5% og 19% meðal Suðurnesjakvenna. Það mun vaxa.

Það er ekkert annað en vítaverð vanræksla að hálfu ríkisstjórnarinnar að bregðast ekki við vanda heimila og barna atvinnulausra. Að nýta ekki tímann til að gera áætlanir til lausnar heldur sjálfumglöð halla sér aftur í sólstólnum.

Ég held að fólk muni seint sætta sig við svo mikla vanrækslu og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: