- Advertisement -

Vonandi falla sóttvarnaryfirvöld ekki aftur í meðvirkni

Gunnar Smári skrifar:

Þetta virðist vera að takast. Vonandi lætur ríkisstjórnin ekki ferðaþjónustufyrirtækin hafa sig að fífli aftur, eins og í vor þegar landið var opnað til að bjarga hlutafjárútboði Icelandair. Og vonandi falla sóttvarnaryfirvöld ekki aftur í meðvirkniskast og fara að aðlaga reglur að hegðun ráðherra frekar en þörfum heildarinnar.

Almennt hafa stjórnvöld staðið sig vel, fyrir utan þessi tvö tilfelli. Þetta eru í raun frávikin frá stefnu Nýsjálenskra yfirvalda og ástralska; að gæta þess að smit berist ekki inn í landið og berja faraldurinn eins hratt niður og kostur er innanlands svo lífið geti orðið sem eðlilegast sem fyrst.

Yfirvöld í Eyjaálfu stóðust ágengni auðvalds og spillts stjórnmálafólks með prýði. Ef stjórnvöld hér hefðu gert það hefðum við meira og minna lifað í smitlausu samfélagi eins og Nýsjálendingar og Ástralar hafa gert með staðbundnum undantekningum frá því síðastliðið vor.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: