- Advertisement -

Vonbrigði með afstöðu Seðlabankans

„Við erum að sjá einkaneyslu, fjárfestingu og allt þetta ganga niður og það bendir allt til þess að við getum farið að slaka á vaxtaaðhaldinu.“

Ásgeir Jónsson á RÚV.IS

Leiðari Ásgeir Jónsson lét sem hann væri glaður með nýgerða kjarasamninga. Hans viðhorf, sem og annarra, gaf okkur vonir um að vextir færu lækkandi.

Þetta segir á RÚV:

Seðlabankastjóri segir samningana dæmi um að allir hafi lagst á árarnar og róið í sömu átt, nú sé komið að Seðlabankanum að tryggja að verðbólga gangi niður og samningarnir skili kaupmætti til almennings. Hann segist ekki geta tjáð sig um vaxtalækkanir og fleira, peningastefnunefnd eigi eftir að koma saman, en næsti vaxtaákvörðunardagur er eftir rétta viku. Greiningardeild Íslandsbanka spáir til að mynda 0,25 prósentustiga lækkun og fleiri hafa væntingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég skil það vel…“

Fyrir örfáum dögum sagði Ásgeir í viðtali við RÚV:

„Ég skil það vel af því að það sem við sjáum núna er það að verðbólga hefur lækkað, hún er á réttri leið og Seðlabankinn spáir því að hún gangi niður. Að sama skapi erum við að sjá raunhagkerfið bregðast við, að þenslan er að ganga niður og lánaeftirspurnin hefur minnkað. Við erum að sjá einkaneyslu, fjárfestingu og allt þetta ganga niður og það bendir allt til þess að við getum farið að slaka á vaxtaaðhaldinu.“

Þetta er óviðunandi. Stefnan núna virðist til þess að færa ómlt af peningum frá almenningi og fyrirtækjum til bankanna. Þar sem vextir verða ekki lækkaðir þafr fólk halda áfram að hamast á hamsturshjólinu. Svo verður áfram þrátt fyrir hógværa langtímasamninga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: