- Advertisement -

WOW og Isavia: „Hvaða ráðherrar vissu hvað og hvenær?“

Gunnar Smári skrifar:

Ókei, okkur var sagt reglulega frá aðgerðarhópi ráðherra sem fylgdust að eigin sögn gaumgæfilega með stöðu WOW og voru linnulaust að vega meta áhættuna af slæmri stöðu félagsins. Hvernig má það þá vera að þarna hafi 2000 milljónir króna gufað upp fyrir fram nefið á ráðherrunum? Voru þau kannski ekki að passa á fé almennings?

Ætli Isavia hafi ekki fengið merki frá ráðherrunum um að óhætt væri að láta skuldir hrannast upp, það er eiginlega óhugsandi að stofnunin hafi ákveðið að kasta 2000 milljónum út um gluggann án þess að fá einhver merki frá þessari ráðherranefnd. Sama má segja um ástæður þess að Samgöngustofa afturkallaði ekki flugrekstrarleyfið þrátt fyrir að WOW væri augljóslega ekki gjaldfært. Nú þurfa blaðamenn að spyrja: Hvaða ráðherrar vissu hvað hvenær?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: