- Advertisement -

Afkoma sjávarútvegs er ekki í hættu

„Veiðigjöld frá 2013 hafa verið á bilinu 5 - 10 milljarðar króna. eða frá 10% og upp í 20% af auðlindarentunni. Hlutur útgerðarinnar hefur verið 80 - 90%.“

„Við það bætist að stór hluti launakostnaðar lækkar með sterkaru krónur vegna hlutaskiptakerfisins.“

„Tillögur um breytingar á veiðigjöldum verða ekki rökstuddar með því að afkoma sjávarútvegs sé í hættu og þær verða ekki metnar nema með því að svara þeirri spurningu hversu stór hluti auðlindarentunnar eigi að renna til eiganda auðlindarinnar, þjóðarinnar, og hversu mikið á að renna í vasa eigenda útgerðarfyrirtækja sem þegar hefur verið reiknuð rífleg ávöxtun á rekstrareignir sínar í dæminu hér að framan,“ skrifar Indriði H. Þorláksson hagfræðingur, meðal annars, í umsögn um veiðigjaldafrumvarpið.

„Ríkisfjármálaáætlunartillagan er vanfjármögnuð og mun ekki standa undir þeim umbótum í velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem boðuð voru í stjórnarsáttmálanum. Lækkun veiðigjaldanna mun enn auka á þann vanda,“ skrifar Indriði í umsögninni.

Útgerðin fær 80 til 90 prósent

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Veiðigjöld frá 2013 hafa verið á bilinu 5 – 10 milljarðar króna. eða frá 10% og upp í 20% af auðlindarentunni. Hlutur útgerðarinnar hefur verið 80 – 90%. Í reynd er þó hlutur ríkisins mun minni því útgjöld þess af starfsemi sem beinlínis er vegna sjávarútvegs eru varla minni en 5 milljarðar króna. á ári sem ættu í reynd að vera gjaldfærð hjá sjávarútveginum. Nettóhlutdeild þjóðarinnar í auðlendarentunni hefur því í reynd verið á bilinu 0 – 10%.“

Útgerðin og krónan

„Í umræðu síðustu ára um áhrif gengis á afkomu sjávarútvegs hefur verið látið í veðri vaka að lækkað afurðaverð í íslenskum krónum sé að mestu tap sjávarútvegsins. Svo er þó ekki nema að hluta. Sjávarútvegurinn einkum hjá stórfyrirtækjunum er að verulegu leyti starfræktur í erlendum gjaldmiðli. Tekjur hans eru í erlendum gjaldmiðli og stórir kostnaðarliðir hans eins og olíur og ýmis önnur aðföng eru í erlendum gjaldmiðlum sem og fjármagnkostnaður að miklu leyti. Við það bætist að stór hluti launakostnaðar lækkar með sterkaru krónur vegna hlutaskiptakerfisins. Þetta þýðir að lækkun tekna í íslenskum krónum vegna styrkingar krónunnar fylgir einnig lækkun aðfangakostnaðar, fjármagnskostnaðar og launakostnaðar í íslenskum krónum.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: