- Advertisement -

Alþingi svaf af sér neyðarbrautina

- svo segir borgráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallavina

„Hefði sú tillaga verði samþykkt hefði verið auðvelt að opna þessa braut aftur, en Alþingi svaf á verðinum,“ segir í bókun Framsóknar og flugvallavina í borgarráði, en þá var verið að samþykkja umsögn borgarlögmanns vegna neyðarbrautarinnar.

Minnihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu hjá við afgreiðsluna.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

„Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu hér. Í desember 2014 lögðum við fram tillögu um að farið yrði í samningaviðræður á milli borgarinnar og byggingaraðila um að byggingum og byggingarmagni við brautarendann á neyðarbrautinni yrði breytt þannig að allir gætu vel við unað og brautin héldist opin og uppbygging gæti átt sér stað, þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Hefði sú tillaga verði samþykkt hefði verið auðvelt að opna þessa braut aftur, en Alþingi svaf á verðinum.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: