- Advertisement -

Arðrænandi kapítalistar

- Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir þörf á að skoða hátt vöruverð á Íslandi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Ég held að við sem þingmenn þyrftum að setjast yfir þessi mál og í raun og veru þjóðin öll.

„Ég kom hingað upp til að ræða aðeins matvælaverð,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum, á Alþingi í morgun.

„Tilefnið er ekki síst það, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að erlend verslunarkeðja hóf starfsemi sína hér nýverið, að mikið hefur verið rætt um verð á matvöru. Ég er ekki einn af þeim sem ætla að hafa mikla skoðun á því hvaða verslanir opna eða þeim sem fara í þær verslanir eða þeim sem hafa skoðanir á þeim verslunum, eins og virðist vera lenska núna um þessar mundir á samfélagsmiðlum. En ég held að þetta sé tilefni til að velta fyrir sér stöðu verslunar á Íslandi þegar kemur að neytendum, stöðunni þegar kemur að matvælaverði,“ sagði þingmaðurinn.

„Í Bændablaðinu í fyrra kom fram eftir tölum frá Samkeppniseftirlitinu yfirlit yfir meðalarðsemi dagvöruverslana, hvernig hún er eftir löndum. Í Bandaríkjunum er hún rúm 10%, í Evrópu er hún um 13%, en á Íslandi er hún 35%. Það er eitthvað sem skýrir það hvers vegna svona gríðarlegur munur er á meðalarðsemi dagvöruverslana hér og annars staðar. Ég held að við sem þingmenn þyrftum að setjast yfir þessi mál og í raun og veru þjóðin öll. Þetta kerfi er ekki alveg í lagi. Frekar en að velta fyrir sér hvers lenskir þeir kapítalistar eru sem arðræna okkur með háu vöruverði þá ættum við kannski að taka á rót vandans, sem er hátt vöruverð,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: