- Advertisement -

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns

„Alþýðusamband Íslands fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.“

Þetta segir í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, sem er send út vegna afskipta Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, þar sem hann meinar starfsmönnum sínum að vera félagara í Verkalýðsfélagi Akraness. Vekralýðsfélagi lagði Hval og Kristján í fordæmisgefandi dómsmáli. Það varð til þess að forstjórinn vill ekki að starfsmenn Hvals greiði til VLFA.

„Nú við upphaf hvalvertíðar berast ASÍ þær upplýsingar frá Verkalýðsfélagi Akraness og Stéttarfélagi Vesturlands að forstjóri Hvals hf. krefjist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness vegna starfa sinna hjá Hval hf. á yfirstandandi vertíð,“ segir ASÍ.

„Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekanda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Bæði Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands hafa í gildi kjarasamning um störf starfsmanna Hvals hf. sem gerður var sameiginlega undir merkjum Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins og sem Hvalur hf. er bundinn af. Því hafa starfsmenn fullt frelsi til að velja hvoru félaginu þeir kjósa að eiga aðild að. Kjósi þeir að skipta um félag eftir að frá ráðningu hefur verið gengið er þeim það fullkomlega heimilt og öll afskipti atvinnurekanda af slíkum breytingum er bönnuð.“

Hvalur hf. hefnir sín eftir ósigurinn


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: