- Advertisement -

Eiga þingmenn að ráða fiskverði?

Ólík sjónarmið um veiðigjaldafrumvarpið. Hver á að ráða fiskverði og hver ræður því nú?

„Hvers vegna eigum við alþingismenn að ákveða verð á fiski?“

Þannig spurði Oddný  Harðardóttir Kristján Þór Júlíusson í þingumræðu.

„Ég vil taka það skýrt fram að alþingismenn ákveða ekki verð á fiski,“ svaraði Kristján.  „Þeir hafa ekki gert það í núgildandi kerfi og munu ekki gera það í því kerfi sem við ræðum hér. Mér finnst það alveg með ólíkindum að þetta sér fullyrt hér og ég bið háttvirtan þingmann að rökstyðja það með hvaða hætti hún kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hljóði upp á það að þingmenn fari að setjast yfir það að ákveða verð á fiski.“

Hvað með markaðslögmálið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný var ekki hætt:

„Hvers vegna látum við ekki markaðinn ráða eins og við gerum þegar við ákveðum verð á annarri vöru? Er ekki heppilegast að nýta markaðslögmálið þegar verið er að ákveða gjald fyrir sérleyfi til nýtingar á takmarkaðri auðlind og bjóða út sérleyfin og útfæra tilboðsleiðina síðan með því að setja reglur sem taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða?“

„Getur þetta orðið eitthvað betra?“

Kristján Þór svaraði:

„Verð á fiski, samkvæmt þessu frumvarpi, ræðst á markaði og álagningunni er háttað eftir upplýsingum sem ríkisskattstjóri fær af markaði. Getur þetta orðið eitthvað betra? Ákvörðun og umræða um leigugjald eða uppboð, eða guð má vita hvað, er bara allt annað. Það er algjörlega órökstudd fullyrðing, háttvirtur þingmaður, að halda því fram að við eigum að sitja hér í þessum virðulega og góða sal og fara að þrátta um það hvort verð á þorski eigi að vera 200 kr. eða 201 kr., þetta snýst ekkert um það.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: