- Advertisement -

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur áhyggjur af afleiðingum hvalveiðanna sem Kristján Loftsson ætlar að stunda í sumar.

Alþingi kemur saman á morgun. Þingfundur verður síðdegis á morgun. Mörg mál bíða þingsins og eins eru margar fyrirspurnir þingmanna sem ráðherrar eiga eftir að svara.

Þorgerður Katrín, sem er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hefur lagt fram fyrirspurn til eftirmanns síns, Kristjáns Þórs Júlíussonar, um fyrirhugaðar hvalveiðar Kristjáns Loftssonar.

Hún spyr hvort Kristján Þór hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði í sumar. Hún nefnir heildarhagsmuni Íslands og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Þá spyr hún hvort Kristján Þór telji lagalegan grundvöll til að afturkalla leyfið og ef svo er, hvort það komi til greina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorgerði Katrínu langar á að vita hvort Kristán Þór telji fyrirhugaðar hvalveiðar muni skaða markaði erlendis fyrir sjávarafurði og landbúnaðarvörur. Ef svo er, spyr Þorgerður Katrín hvort Kristján Þór sé tilbúinn með aðgerðir til að takmarka skaðann, þurfi þess.

Að endingu spyr hún hvort Kristján Þór styðji endurmat á stefnu okkar hvað varðar hvalveiðar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: