- Advertisement -

Gjafir bornar á þingmenn

„Þetta voru þingmenn að fá gefins í tilefni þjóðhátíðardags. Þetta slagar upp í lágmarkið á gjöf sem þarf að skrá í hagsmunaskrá miðað við þau verð sem ég hef náð að finna,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og birtir mynd af Íslendingasögum.

„Þetta eru mjög flottar bækur, þjóðararfur og svo framvegis … en til hvers þurfa þingmenn að fá þetta gefins. Ég veit ekki einu sinni hver gaf mér þetta (hver borgaði) þó það sé örugglega greitt úr sameiginlegum sjóðum. Miðað við 30.000 kr. þá kostaði það 1.890.000 kr. Segjum sléttar 2 milljónir.

Gjafir til þingmanna eru ansi algengar. Oft finnur mður eitthvað ljóðakver eða boðsmiða á einhverja sýningu í pósthólfinu, eitthvað sem maður gefur bara eða hunsar. Það er ekki eins og maður geti ekki keypt sjálfur. En þetta er það stæsta sem hefur komið. Sumir fá auðvitað gefins launaða nefndarformennsku eða 10 milljónir fyrir að skrifa skýrslu.“

Og svo spyr Björn Leví: „Ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera við þetta. Einhverjar uppástungur?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: