- Advertisement -

Hærri kaupmáttur en nokkru sinni

 

Landsbankinn „Kaupmáttur launa er nú orðinn hærri en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu varð áður hæstur í ágúst 2007, náði aftur sama stigi í nóvember 2014 og hefur aukist síðan. Kaupmáttarþróun síðustu ára hefur hins vegar kostað verulegar launahækkanir. Frá árinu 2001 hafa laun hækkað um næstum 150% á meðan kaupmáttur hefur aukist um tuttugu prósent.“ Þetta er niðurstaða greiningadeildar Landsbankans.

1. des„Það verður vart hjá því komist að þær verulegu launahækkanir sem framundan eru muni að lokum leiða til aukinnar verðbólgu. Gera má ráð fyrir að verðbólgan hækki nokkuð hratt á síðari helmingi næsta árs og nálgist ffimm prósent árið 2017. Kaupmáttur launa gæti því aukist um u.þ.b. fimm prósent á þessu ári og því næsta, en í kringum tvö prósent 2017 og 2018 ef fer fram sem horfir.“

Þar segir einnig: „Nú er kjarasamningum lokið fyrir rúmlega nítíu prósent af vinnumarkaðnum. Nýjustu samningar eru almennt á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinbera vinnumarkaðnum að undanförnu og byggja á Salek-samkomulaginu svokallaða sem náðist í október milli aðila vinnumarkaðarins.

Hækkunartaktur launavísitölunnar er nokkuð stöðugur og frá miðju ári 2012 hefur árshækkunartaktur launavísitölunnar yfirleitt legið á bilinu 5-6 prósent, en tók svo kipp upp á við nú í sumar.

Launa- og kaupmáttarþróun á síðasta ári var launþegum almennt verulega hagstæð. Regluleg laun landsmanna voru að jafnaði 8,2% hærri í september 2015 en í sama mánuði 2014. Kaupmáttur jókst að meðaltali um 6,2% á þessu tímabili. Þvert á allar spár rauk verðbólga ekki upp í kjölfar samninganna í vor eins og margir reiknuðu með.

Sjá nánar hér.

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: