- Advertisement -

Helga Vala gekk víst á dyr

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mætti í kvöldboðið á Hótel Sögu í gærkvöld. Hún gekk á dyr þegar Pia Kjærgaard heiðursgestur Alþingis hélt þar ræðu.

„Þetta var hvorki afmæli Kjærsgaard né hennar samkoma heldur 100 ára afmæli samninga um fullveldi Íslands og þangað mætti ég, hvort tveggja á Þingvelli og um kvöldið,“ segir Helga Vala. Hún segir að fleiri en hún hafi yfirgefið salinn meðan Pia var í ræðustól.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í dag um Helgu Völu: „Ekki síður furðar það mig, að sá einstaklingur sem taldi sig knúinn til að yfirgefa hátíðarþingfundinn í gær, er sá hinn sami sem gat látið sjá sig með maka sínum í hátíarkvöldverði á Hötel Sögu skömmu síðar, en þar hélt forseti danska þingsins einnig góða og ekki síður skemmtilega ræðu. Ræðu sem fékk Helgu Völu ekki til að yfirgefa samkvæmið í mótmælaskini. Hver sem ástæðan kann að vera þá vekur þetta furðu mína, getur ástæðan hugsanlega verið sú að þarna var ekki RÚV með beina útsendingu til að viðkomandi gæti fengið almennilega athygli ? Ég biðst forláts en þetta finnst mér hrein og klár hræsni, viðkomandi hefði ekki átt að láta sjá sig á Hótel Sögu ef hún vildi láta taka mark á sér yfir höfuð. Svo er verið að tala um popúlista! Ef þetta er ekki lýðskrum þá veit ég ekki hvað?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: