- Advertisement -

Inga bað um frið fyrir alþingismenn

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var meðal ræðumanna á Þingvöllum.

Í upphafi ræðu sinnar  sagði hún: „Ég stend hér með ákveðin hughrif. Ég er auðmjúk. Ég stend hér á einum helgasta stað Íslandssögunnar. Alþingi á Þingvöllum — þetta er ótrúleg tilfinning. Ég er svo þakklát fyrir að við skulum vera hér saman í dag. Ég er svo þakklát fyrir þá gesti sem hafa heimsótt okkur, sem sýna okkur þá virðingu að taka þátt í þessum merka degi, 100 ára fullveldi Íslands.“

Í lok ræðunnar sagði hún: „Verum góð hvert við annað. Gefum t.d. okkur alþingismönnum frið til að vinna að góðum málum. Reynum að gleðjast frekar en að sundrast. Það er sú framtíð sem ég vil sjá Íslandi, framtíð okkar allra.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: