- Advertisement -

Katrín ber fullt traust til Sigríðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hún beri fullt traust til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sama sagði hún gilda um alla aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Það var Helga Vala Helgadóttir sem spurði Katrínu hvort hún beri traust til Sigríðar.

„Nú er það svo að fyrir dómi eru tvö mál í héraðsdómi vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt. Í Landsrétti er mál sem varðar hæfi tveggja af þeim fjórum sem skipaðir voru fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar og í Hæstarétti er jafnframt verið að fjalla um Landsrétt þar sem verið er að kanna hvað varðar hæfi þriðja dómarans sem skipaður var fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar um dómara í Landsrétt,“ sagði Helga Vala meðal annars í ræðu sinni.

„Vissulega er Landsréttur búinn að komast að niðurstöðu hvað varðar einn dómara en önnur mál eru enn til umfjöllunar. Ég ætla nú ekki að fara að tjá mig um þau mál meðan þau eru til umfjöllunar í dómskerfinu, annars vegar hjá Landsrétti og hins vegar hjá Hæstarétti,“ sagði forsætisráðherra og sagðist svo bera traust til allra sinna ráðherra.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: