- Advertisement -

Krafa um afsögn er innantómt garg

Stjórnmál Páll Magnússon, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 rétt í þessu, að afsagnarkrafa á hendur Sigríði Á. Andersen, sé innantómt garg. Hann segir að áður hafi komið uppp mörg tilfelli þar sem ráðherrar hefðu frekar átt að segja af sér, frekar en Sigríður nú.
Páll segir ekkert tilefni til afsagnar dómsmálaráðherra og krafan um afsögn hennar sé langt umfram efni.
Páll er harður í dómum í garð Bjartrar framtíðar sem hann segir hafa slitið ríkisstjórn einungis vegna þess að flokkur hafi verið upplýstur í september það sem þau telji að þau hafi átt að fá að vita í júlí. Hann sagði kjósendur hafa gengið hreint til verks og hent Bjartri framtíð út af þingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: