- Advertisement -

Logi minnir á Bobby Fischer

Stjórnmál Logi Einarssonm, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki trúa að stúlkan Hanyie og pabbi hennar verði flutt úr landi á fimmtudagsmorgun kl. 11.30.

Hann segist ekki trúa að það verði gert á meðan frumvarp um að veita þeim ríkisborgararétt bíður afgreiðslu Alþingis. Hann hefur sent dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra svohljóðandi bréf:

„Óskað er eftir því að ákvörðun um að vísa Haniye Maleki og Abrahim Maleki úr landi verði ekki framkvæmd áður en alþingsmenn hafa fengið tíma til þess að fjalla um frumvarp um að þeim verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarpið verður lagt fram um leið og 147. löggjafarþing verður sett þann 12. september.

Óskin er sett fram í kjölfar frétta um að flytja eigi fyrrnefnd feðgin úr landi.

Það er eðlilegt og mannúðlegt að þau verði ekki flutt úr landi fyrr en alþingi, sem hefur heimild að lögum til veitingu ríkisborgararéttar, hefur fjallað um málið. Þá væri með brottvísun þeirra nú brotið gegn meðalhófi.

Nefna má að fordæmi er fyrir því að Alþingi veiti ríkisborgararétt með skjótum hætti, t.d. þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt árið 2005. Þá afgreiddi Alþingi málið á innan við sólarhring.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: