- Advertisement -

Minni flokkarnir fá ekki aðgang

Sósíalistar reyna að mynda samstöðu um breytingar á nýjum reglum innan borgarkerfisins. Aðgengi smærri flokka að ráðum og nefndum borgarinnar var nánast þurrkað út með breytingum fráfarandi meirihluta á samþykktum borgarstjórnar stuttu fyrir kosningar.“

„Þessar breytingar voru fyrir kosningar, þegar sex flokkar sátu í borgarstjórn, ill skiljanleg takmörkun á aðgengi borgarfulltrúa að stjórnkerfinu. En nú eftir kosningar, þegar átta flokkar sitja í borgarstjórn, afhjúpast hversu óréttlát og vitlaus þessi breyting var,“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.

„Það er undarlegt að sömu flokkar og segjast standa fyrir gagnsæi og auknu lýðræði skuli standa að því að stórskerða aðgengi kjörinnar fulltrúa að stjórnkerfi borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista. „Aðgengi smærri flokka að ráðum og nefndum borgarinnar var nánast þurrkað út með breytingum fráfarandi meirihluta á samþykktum borgarstjórnar stuttu fyrir kosningar og hinn nýi meirihluti hefur ekki enn sýnt fram á að hann ætli að leiðrétta þetta.“

Sanna vísar til þess að í apríl voru gerðar breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem felldu burtu rétt þeirra flokka sem ekki náðu kjöri í ráð og nefndir að skipa áheyrnarfulltrúa með tillögurétti. Með því lokast að mestu aðgengi fámennra borgarstjórnarflokka að stjórnkerfi borgarinnar.

Þessi sérstaklega regla bitnar hart á Sósíalistaflokki, Miðflokki og Flokki fólksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þessar breytingar voru fyrir kosningar, þegar sex flokkar sátu í borgarstjórn, ill skiljanleg takmörkun á aðgengi borgarfulltrúa að stjórnkerfinu. En nú eftir kosningar, þegar átta flokkar sitja í borgarstjórn, afhjúpast hversu óréttlát og vitlaus þessi breyting var,“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.

„Það hlýtur að myndast breið samstaða innan nýrrar borgarstjórnar um að laga þessar samþykktir og tryggja betra lýðræði í borginni,“ segir Sanna Magdalena. „En til þess þarf að vinna hratt. En það hlýtur að hafast. Það væri ömurlegt að byrja þetta kjörtímabil á því að stórskerða aðgengi kjörna fulltrúa að borgarkerfinu. Við ættum að vera að stefna í átt að auknu gagnsæi og opnara kerfi, ekki að því að loka kerfinu og hindra aðgengi borgarfulltrúa að því. Meira ljós, minni skugga. Þangað viljum við.“

Sjá nánar hér. 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: