- Advertisement -

Pólitíkst eignarhald á kvótanum

Dr. Þorvaldur Gylfason er meðal þeirra sem hafa sent inn umsagnir um frumvarpið til lækkunnar veiðigjalda.

Hann segir meðal annars í umsögn sinni: „Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innanlands og utan.“

Næst skrifar Þorvaldur. ér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar:

„Kvótakerfið hefur þess vegna virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorvaldur vekur athygli á að veiðigjöld hafa lækkað: „Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: